--->

Um ASAT | Sverrir Jakobsson | Ritsafnið | Tenglar | E-mail

Fréttir:
29.6.02

Galeri
|link

26.6.02
Þjóðhátíð lýst yfir vegna fótboltaleiks


Í dag munu Tyrkir leggja niður vinnu til að fylgjast með landsliði sínu keppa við Brasilíumenn í HM í Japan. Hálfs dag þjóðhátíð hefur verið lýst yfir af stjórnvöldum. Trúarleiðtogar í Istanbúl hafa beðið fólk um að leggjast á bæn með landsliðinu og ekkert annað kemst að hjá þjóðinni, sem þráir að geta horft stolt framan í heiminn og keppt til úrslita í HM.

Fólk er hvatt til að borða kebab í dag og er bent á sport-kebabstaðinn við Grensásveg (milli Boston-kjúklings og Pizza Hut), þar sem hægt er að snæða að tyrkneskum hætti og fylgjast með boltanum á breiðtjaldi.

ÁFRAM TYRKLAND
|link

23.6.02
Sigurganga dauðans

Enn og aftur sýndu Tyrkir hvers þeir eru megnugir er þeir lögðu Senegal í átta liða úrslitum og tryggðu sér þar með réttinn til að leika gegn Brasilíu í annað skiptið í þessari keppni. Síðast varð dómaraskandall þess valdandi að Tyrkir urðu að láta í minni pokann fyrir Brössum en nú verður annað upp á teningnum. Lengi lifi Hasan Sas.
|link

19.6.02
Konur

Þar sem 19. júní er merkisdagur í íslenskri kvennasögu, er ekki úr vegi að líta til Tyrklands og kanna stöðu kvenna þar. Í dag birtist stutt grein í New York Times um þetta efni. Einsog titillinn, Some Progress for Turkish Women, gefur til kynna, þá hafa vissar framfarir átt sér stað á síðustu árum - enn er þó langt í land.
|link

18.6.02
Sigur

Enn og aftur sýndu Tyrkir snilli sína er gestgjafarnir í Japan voru lagðir að velli 1-0. Næst eru það Senegalar sem munu lúta í gras fyrir ofurtyrkjunum. Asat fagnar þessu að sjálfsögðu innilega.
|link

17.6.02
Vakna, vakna

Allir sannir og góðir Tyrkir og aðdáendur þeirra taka daginn snemma á morgun þar sem Tyrkir mæta Japönum klukkan hálf sjö að íslenskum tíma(15:30 að japönskum). ASAT hvetur alla til að byrgja sig vel upp af áfengi og vindlum til að fagna góðu gengi Hasan Sas og félaga.
|link

14.6.02

Big in Japan

Tyrkir mæta heimamönnum í Japan í 16 liða úrslitum. Ekki verður það mikil fyrirstaða þrátt fyrir að andstæðingurinn sé á heimavelli. Hasan Sas er hetja og fer á kostum og kemur Tyrkjum í 8 liða úrslitin. Þeim árangri verður að sjálfsögðu að fagna og mun Tyrkneska þjóðin gera það með því að drepa ca. 236 menn í taumlausum fagnaðarlátum. ASAT samtökin hyggjast einnig halda gleðskap á þessum tímamótum. Nánar auglýst síðar.
|link

13.6.02
16

Já, hetjurnar okkar skiluðu sér í 16 liða úrslit heimsmeistarmótsins í knattspyrnu nú í morgun með glæstum sigri á Falun Gong 3-0. Enn og aftur var Hasan Sas í aðalhlutverki og skoraði m.a. 1 af mörkum liðsins. Hasan Sas hefur nú verið útnefndur heiðursmeðlimur í ASAT. Þessi árangur er stórsigur fyrir tyrkneska knattspyrnu gegn knattspyrnumafíu heimsins sem gerði sitt besta til að fella Tyrki úr leik með dómaraskandal á borð við þann sem sást í leik Tyrklands og Brasilíu, þar sem sigrinum var stolið af okkar mönnum á grimmilegan hátt. Jafnframt er gaman að geta þess að spádómur hins hæstvirta formanns ASAT um að fall væri fararheill hefur nú ræst og fór hann ekki flatt á þeim spádómi. Ekki er enn ljóst hverjir verða andstæðingar Tyrkneska liðsins í 16 liða úrslitum en það mun ráðast á morgun. Slíkt skiptir þó litlu máli enda ljóst að fá lið standast Hasan Sas snúning þegar hann er í hvílíku fantaformi líkt og nú er raunin. Það er augljóst mál að Tyrkir hljóta að teljast ansi sigurstranglegir á þessu móti.
|link

3.6.02
Fall er fararheill

Tyrkneska landsliðið í knattspyrnu hóf leik á heimsmeistaramótinu í morgun og atti þar kappi við Brasilíumenn. Því miður töpuðu okkar menn naumlega 2-1 í leik þar sem fregnir herma að dómarinn hafi verið á launaskrá hjá Brasilíska knattspyrnusambandinu. En fall er fararheill og það hefur aldrei þótt nein skömm að lúta í gras gegn brasilíumönnum. Nú er svo bara að vona að "strákarnir okkar" mæti tvíelfdir í næsta leik, þó er skarð fyrir skildi að Alpay og Hakan Unsal taka út leikbann. Þess má geta að mark Tyrklands skoraði hinn baneitraði kantmaður Galatasary, Hasan Sas.
|link


eldri fréttir

Einhver mestu bókmenntastórvirki sem birst hafa á prenti undanfarna áratugi eru án efa þau "Sögubrot af Tyrkjum" sem Meistari Sverrir Jakobsson hefur ritað reglulega á hið ágæta vefrit Múrinn. Síða þessi er ætluð til þess að gera pistlana sem aðgengilegasta fyrir alla aðdáendur góðra bókmennta sem og almennum fróðleiksfíklum. ASAT eða Aðdáendaklúbbur sögubrota af Tyrkjum tók til starfa á haustdögum árið 2001 og hefur fjöldi meðlima farið vaxandi dag frá degi. Félagið hefur á stefnuskrá sinni að halda reglulega fundi í hvert sinn sem nýr pistill birtist eftir Meistara Sverri. Tilkynningar um fundi munu birtast hér á síðunni. Öllum áhugasömum er bent á að hægt er að skrá sig í aðdáendaklúbbinn hjá formanni, Óla Njáli Ingólfssyni.


Sendið Sverri e-mail
Heimasíða Sverris


Sögubrot af Tyrkjum I
Sögubrot af Tyrkjum II
Sögubrot af Tyrkjum III
Sögubrot af Tyrkjum IV
Sögubrot af Tyrkjum V
Sögubrot af Tyrkjum VI
Sögubrot af Tyrkjum VII
Sögubrot af Tyrkjum VIII
Sögubrot af Tyrkjum IX
Sögubrot af Tyrkjum X
Sögubrot af Tyrkjum XI
Sögubrot af Tyrkjum XII
Sögubrot af Tyrkjum XIII

Tenglar:

Múrinn
UVG
VG
Turkey.com
Tyrkneska sendiráðið,Washington DC
Republic of Turkey
All about Turkey
Central Bank of the Republic of Turkey
Turkey Update

siggabeib©